Fréttir og tilkynningar

H. Árnason ehf hefur fengið Cloud Partner vottun hjá Microsoft.  Vottunin innifelur MS Network Partner, MS Cloud Essentials og MS Cloud Accelerate Partner. Vottunin gerir kröfur um tæknilega getu í innleiðingum og daglegri þjónustu og rekstri á skýjalausnum frá Microsoft. Fyrirtækið er Silver Competency Parnter á Small midmarket cloud solutions frá Microsoft.  Þessi nafnbót segir til um að fyrirtækið er vel í stakk búið að bjóða ský lausnir fyrir fyrirtæki.

Net afritun á gögnum yfir á gagnageymslur hjá ThorDC er orðin stór partur af þjónustu fyrirtækisins og fer stækkandi, enda þörf á góðu afritunarkerfi nauðsynleg.  Einnig bjóðum við upp á Azure Online Backup fyrir þá sem þess óska.


Fyrir hvað stendur skýjalausn og hvar er hún vistuð?

Með skýjalausnum frá Microsoft líkt og Office 365, geta fyrirtæki og stofnanir samið um aðgang að Exchange tölvupóst, Lync samskiptalausninni, Sharepoint hópvinnukerfinu og Office hugbúnaðinum á útstöðvar notenda sem Microsoft hýsir og viðheldur í „skýinu“. Gagnasafnið er vistað og hýst í stóru DataCenter á Írlandi og þaðan er gagnasafnið speglað yfir á annað DataCenter í Hollandi.  Þessi DataCenter eru risa stór og jafnast á við þrjátíu fotboltavelli hvert.

 
 

H. Árnason ehf  Löggiltur rafverktaki

H. Árnason ehf. er stofnað árið 1994. Fyrirtækið hefur ætíð verið starfrækt sem alhliða Tölvuþjónustustufyrirtæki. Viðgerðaraðstaða er í húsnæði Mörkinni 3, 108 Reykjavík. Sími: 554-0177.

Fyrirtækið hefur kappkostað sig til að fylgja hraðri tækniþróun í viðhaldi og uppsetningum á netstýrikerfum s.s. Microsoft Windows 2000/2003/2008/SBS2011/2012 og Office 365 ský lausnum.  Fyrirtækið hefur mikla reynslu í uppsetningum Internet tenginga ásamt póstþjónum s.s. Microsoft Exchange server og netstýrikerfum frá Microsoft. H. Árnason ehf. er aðili að Microsoft Partner Programi frá Microsoft og er Microsoft Accelerate Partner.

H. Árnason ehf er aðili að Samtökum rafverktaka, Samtökum Iðnaðarins og Félagi Rafeindatækni fyrirtækja.  Viðurkendur Rafeindavirkja meistari og Rafeindavirkja sveinn starfa hjá fyrirtækinu.